Aðalsendibílar

Aðalsendibílar leyfishafi Ferðamálastofu

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

FMS ferdaskrifstofaAðalsendibílar er leyfishafi Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum um skipan ferðamála merkir Ferðaskrifstofa aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili, sem setur saman, býður fram og selur alferðir í atvinnuskyni, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, innan lands eða erlendis. Ferðaskrifstofa getur jafnframt haft með höndum og veitt alla þá ferðatengdu þjónustu sem ferðaskipuleggjandi gerir, hvort sem hún er veitt í formi alferða eða ekki. Hugtakið ferðaskrifstofa nær bæði til ferðaheildsala og ferðasmásala samkvæmt lögum nr. 80/1994, um alferðir.

Hver sá sem hyggst starfa sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa skal hafa til þess leyfi Ferðamálastofu. Leyfisbréf skal gefið út af Ferðamálastofu og skal leyfishafi hafa það sýnilegt fyrir viðskiptavini á starfsstöð sinni. Ferðamálastofa skal eiga myndrænt auðkenni sem leyfishafi skal nota í hvers kyns auglýsingum um starfsemi sína og á heimasíðu sinni. Í sérstökum tilvikum er Ferðamálastofu heimilt að veita undanþágu frá ákvæði þessu og skal leyfishafi sækja um slíka undanþágu til Ferðamálastofu. Leyfi til reksturs ferðaskipuleggjanda og ferðaskrifstofu er ótímabundið. Þeim einum er heimilt að hafa orðið ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa í nafni starfsemi sinnar sem hlotið hefur leyfi Ferðamálastofu.

Starfsemi ferðaskipuleggjanda og ferðaskrifstofu skal rekin á fastri starfsstöð sem opin skal almenningi á tilgreindum tíma. Heimilt er þó að víkja frá þessu skilyrði ef þjónusta er einungis rekin á rafrænan hátt og skal leyfishafi uppfylla skilyrði 6. gr. laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, um það sem koma skal fram á heimasíðu.

Trygging
Ferðaskrifstofa skal hafa tryggingu fyrir endurgreiðslu fjár sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu. Trygging skal einnig ná til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar.

Endurgreiðslan nær til:

  • Ferðar sem enn er ófarin, þ.e. þegar ferð hefur verið greidd að hluta eða öllu leyti.
  • Til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð, hvort sem hann er innan lands eða erlendis,.

Aðeins er greitt beint fjárhagslegt tjón af alferð er greitt af tryggingarfé ferðaskrifstofu en ekki tjón sem rekja má til hugsanlegra óþæginda eða miska.

 
Home